Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2018 07:28 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni. Sjálf hefur Bára sagt að hún ætli að mæta, hún sé óhrædd að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi. Nýtur hún fulltingis Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem í samtali við Vísi fyrir helgi sagði málið allt vera „mjög óljóst“.Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar.Etienne De Malglaive/GettyFólk mæti ekki í gulum vestum Um 250 manns hafa boðað komu sína við héraðsdóm í dag til þess að sýna Báru stuðning. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook undir nafninu „Takk Bára“ „Mætum, sýnum Báru stuðning og sýnum jafnframt hversu ömurlegt það er hjá þessum aðilum, ofan á það að kunna ekki að skammast sín, að kalla uppljóstrarann fyrir dóm,“ segir í lýsingu viðburðarsins. Þar eru þeir sem ætlir að mæta beðnir um að geyma allar mótmælaaðgerðir enda sé ætlunin að styðja Báru, því sé ekki mælst til þess að fólk mæti í gulum vestum, líkt og mótmælendur í Frakklandi og Belgíu hafa klæðst undanfarnar vikur. Þá er bent á að hópurinn muni ekki, í það minnsta allur, geta farið með Báru inn í dómsal, það sé einnig undir Báru komið, hafi hún áhuga á því, að velja þá sem komi með henni þangað inn. Þinghaldið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Dómsmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni. Sjálf hefur Bára sagt að hún ætli að mæta, hún sé óhrædd að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi. Nýtur hún fulltingis Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem í samtali við Vísi fyrir helgi sagði málið allt vera „mjög óljóst“.Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar.Etienne De Malglaive/GettyFólk mæti ekki í gulum vestum Um 250 manns hafa boðað komu sína við héraðsdóm í dag til þess að sýna Báru stuðning. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook undir nafninu „Takk Bára“ „Mætum, sýnum Báru stuðning og sýnum jafnframt hversu ömurlegt það er hjá þessum aðilum, ofan á það að kunna ekki að skammast sín, að kalla uppljóstrarann fyrir dóm,“ segir í lýsingu viðburðarsins. Þar eru þeir sem ætlir að mæta beðnir um að geyma allar mótmælaaðgerðir enda sé ætlunin að styðja Báru, því sé ekki mælst til þess að fólk mæti í gulum vestum, líkt og mótmælendur í Frakklandi og Belgíu hafa klæðst undanfarnar vikur. Þá er bent á að hópurinn muni ekki, í það minnsta allur, geta farið með Báru inn í dómsal, það sé einnig undir Báru komið, hafi hún áhuga á því, að velja þá sem komi með henni þangað inn. Þinghaldið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Dómsmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30