Vilja auglýsingaskyldu um sendiherrastöður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 15:38 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram. visir/vilhelm Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42
Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15