Trylltur ökumaður, nágrannaerjur og einn sem brjálaðist í vegabréfaskoðun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 22:11 Það hefur gengið á ýmsu hjá lögreglunni það sem af er löggutísti. vísir/vilhelm Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur. Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur.
Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
#Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30