Innlent

Mildar dóm yfir manni sem braut kyn­ferðis­lega gegn dóttur sinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Var dómurinn mildaður vegna dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu.
Var dómurinn mildaður vegna dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. Vísir/vilhelm
Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóm Reykjavíkur yfir manni sem braut kynferðislega gegn dóttur sinni úr tólf mánaða fangelsi í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára.

Er þetta gert þar sem rétturinn telur að meðferð málsins hjá ákæruvaldinu hafi tafist að óþörfu og að töfin hafi ekki verið skýrð en rannsóknin málsins hófst í júní 2015. Ákæra var gefin út tveimur árum síðar, í júní 2017.

Í dómi héraðsdóms á sínum tíma kom fram að móðir stúlkunnar hefði sagt lögreglu að hún hefði séð manninn setja hönd í klof dótturinnar þar sem hún svaf á milli þeirra. Þá hafði dóttirin sagt móður sinni frá því að faðirinn hefði horft á klám fyrir framan hana og fróað sér.

Í skýrslu dótturinnar sem tekin var í Barnahúsi kom fram að hún væri hrædd við föðurinn „því hann nuddaði mjög oft klof hennar,“ eins og sagði í dómi héraðsdóms.

Dóm Landsréttar má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×