400 milljóna króna stuðningur við bækur á íslensku festur í lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:22 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022. Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022.
Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00
Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00