Mozart helsta fyrirmyndin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. desember 2018 10:00 Eva Rún Snorradóttir í hamingjufötunum sem hún klæðist í sýningunni Leitin að tilgangi lífsins. Fréttablaðið/Ernir Við erum öll í því að vera umhverfisvæn í því hvernig við vinnum og eyðum ekki peningum í eitthvað sem er síðan hent,“ segir Eva Rún um vinnubrögð leikhópsins. „Svo búningarnir okkar eru keyptir með tilliti til þess að við lei Það voru dansari og sviðshönnuður í verkinu sem fóru og völdu þennan búning á mig, silfurlitar buxur sem eru mjög þægilegar og glansandi fjólubláan rúllukragabol en allar persónurnar eru í skæslegum joggingbuxum og rúllukragabol. Ég á eftir að nota þetta en ég hugsa að það sé ekki hægt að segja að þetta sé beint minn stíll. Ég viðurkenni að fjólublár hefur kannski ekki verið alveg minn litur hingað til en rúllukragar eru að gera eitthvað fyrir mig.“ Aðspurð hver sé þá hennar tískufyrirmynd nefnir Eva Rún Mozart. „Mín helsta tískufyrirmynd er Mozart, og ég hef reynt að vinna með hans stíl,“ segir hún. „Mér finnst hann svo töff, þessir síðu jakkar, skyrtur með blúndunum á ermunum og hnébuxurnar.“ Hún viðurkennir að þurfa stundum að láta ímyndunaraflið ráða þegar hún sækir til þessarar fyrirmyndar sinnar. „Ég ímynda mér stundum: myndi Mozart ganga í þessu? því við höfum ekki mikið af myndum af honum,“ segir hún og bætir við: „Nema þetta eina málverk, þessi fræga mynd af honum þar sem hann er hálf svona hæðnislegur og mér finnst hann bara svo sjarmerandi og sjúklega flott í gangi með tískuna þar.“ Eðli málsins samkvæmt segist Eva Rún helst versla á nytjamörkuðum. „Ég versla nánast eingöngu í second-hand búðum og sérstaklega í Austur-Evrópu þar sem er ýmislegt mjög djúsí að finna í þessum stíl.“ Sýningin Leitin að tilgangi lífsins á hug Evu allan þessa dagana og skyggir jafnvel á jólaundirbúninginn. „Við bjóðum fólki að koma á Smáratorg þar sem það fer í ákveðinn leiðangur og er boðið inn í ákveðnar aðstæður þar sem við erum að kurla upp í þessum stóru spurningum eins og af hverju erum við lifandi og hvað vill maðurinn og fleira og við reynum að gera þetta á uppvekjandi hátt en líka þannig að það sé gaman,“ segir hún og bætir við: „Þetta er upplifunarleikhús þannig að þú situr ekki og horfir á eitthvað heldur er ferðalag hvers og eins áhorfanda einstakt svo engir tveir sjá nákvæmlega sömu sýninguna. Sýningin tekur svona tvo klukkutíma og stundum ertu með hópi og stundum einn og engir tveir upplifa hana alveg eins. Sýningin byrjar með símtali nokkrum dögum fyrr og þá spyrjum við nokkurra persónulegra spurninga eins og: Upplifir þú að líf þitt hafi tilgang? Hversu gaman finnst þér að lifa? og svo framvegis og eftir svörunum sníðum við upplifunina.“ Eva Rún verður því á Smáratorgi í fjólubáa rúllukragabolnum og silfurlitu buxunum á næstunni en miða má nálgast á tix.is og hún lofar því að það verði fullt af sýningum í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tengdar fréttir Lífið, alheimurinn, allt og þú Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. 13. desember 2018 11:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Við erum öll í því að vera umhverfisvæn í því hvernig við vinnum og eyðum ekki peningum í eitthvað sem er síðan hent,“ segir Eva Rún um vinnubrögð leikhópsins. „Svo búningarnir okkar eru keyptir með tilliti til þess að við lei Það voru dansari og sviðshönnuður í verkinu sem fóru og völdu þennan búning á mig, silfurlitar buxur sem eru mjög þægilegar og glansandi fjólubláan rúllukragabol en allar persónurnar eru í skæslegum joggingbuxum og rúllukragabol. Ég á eftir að nota þetta en ég hugsa að það sé ekki hægt að segja að þetta sé beint minn stíll. Ég viðurkenni að fjólublár hefur kannski ekki verið alveg minn litur hingað til en rúllukragar eru að gera eitthvað fyrir mig.“ Aðspurð hver sé þá hennar tískufyrirmynd nefnir Eva Rún Mozart. „Mín helsta tískufyrirmynd er Mozart, og ég hef reynt að vinna með hans stíl,“ segir hún. „Mér finnst hann svo töff, þessir síðu jakkar, skyrtur með blúndunum á ermunum og hnébuxurnar.“ Hún viðurkennir að þurfa stundum að láta ímyndunaraflið ráða þegar hún sækir til þessarar fyrirmyndar sinnar. „Ég ímynda mér stundum: myndi Mozart ganga í þessu? því við höfum ekki mikið af myndum af honum,“ segir hún og bætir við: „Nema þetta eina málverk, þessi fræga mynd af honum þar sem hann er hálf svona hæðnislegur og mér finnst hann bara svo sjarmerandi og sjúklega flott í gangi með tískuna þar.“ Eðli málsins samkvæmt segist Eva Rún helst versla á nytjamörkuðum. „Ég versla nánast eingöngu í second-hand búðum og sérstaklega í Austur-Evrópu þar sem er ýmislegt mjög djúsí að finna í þessum stíl.“ Sýningin Leitin að tilgangi lífsins á hug Evu allan þessa dagana og skyggir jafnvel á jólaundirbúninginn. „Við bjóðum fólki að koma á Smáratorg þar sem það fer í ákveðinn leiðangur og er boðið inn í ákveðnar aðstæður þar sem við erum að kurla upp í þessum stóru spurningum eins og af hverju erum við lifandi og hvað vill maðurinn og fleira og við reynum að gera þetta á uppvekjandi hátt en líka þannig að það sé gaman,“ segir hún og bætir við: „Þetta er upplifunarleikhús þannig að þú situr ekki og horfir á eitthvað heldur er ferðalag hvers og eins áhorfanda einstakt svo engir tveir sjá nákvæmlega sömu sýninguna. Sýningin tekur svona tvo klukkutíma og stundum ertu með hópi og stundum einn og engir tveir upplifa hana alveg eins. Sýningin byrjar með símtali nokkrum dögum fyrr og þá spyrjum við nokkurra persónulegra spurninga eins og: Upplifir þú að líf þitt hafi tilgang? Hversu gaman finnst þér að lifa? og svo framvegis og eftir svörunum sníðum við upplifunina.“ Eva Rún verður því á Smáratorgi í fjólubáa rúllukragabolnum og silfurlitu buxunum á næstunni en miða má nálgast á tix.is og hún lofar því að það verði fullt af sýningum í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tengdar fréttir Lífið, alheimurinn, allt og þú Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. 13. desember 2018 11:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Lífið, alheimurinn, allt og þú Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. 13. desember 2018 11:00