Munu verja krónuna gegn útstreymi aflandskróna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. desember 2018 07:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. fréttablaðið/stefán Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það þurfi ekki að óttast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyrismarkaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 milljarðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efnahagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningardeild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðlabankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Tengdar fréttir Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00 Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45 Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það þurfi ekki að óttast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyrismarkaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 milljarðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efnahagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningardeild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðlabankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Tengdar fréttir Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00 Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45 Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00
Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45
Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15