Drengjakollurinn flottur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2018 09:00 Þorgerður og Bára hafa verið tilnefndar til Fjöruverðlauna fyrir nýju bókina um hárið. Fréttablaðið/Anton Brink Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir sagnfræðingana Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur er komin út, aðgengileg bók, prýdd fjölda mynda. „Bókin um hárið var skemmtilegt verkefni,“ segir doktor Þorgerður H. Þorvaldsdóttir sagnfræðingur um Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi sem hún skrifaði ásamt Báru Baldursdóttur sagnfræðingi sem einnig er menntuð hárgreiðslukona. Þorgerður segir bókina skiptast í tíu kafla. „Við förum yfir allt sviðið. Tókum viðtöl við yfir hundrað einstaklinga meðan bókin var í smíðum og það er kannski mikilvægasti heimildagrunnurinn og auðvitað notuðum við líka alls konar rit, dagblöð, tímarit, fundargerðarbækur og allt mögulegt sem tengist þessu fagi. Niðurstaðan er tæpar 400 blaðsíður.“ Framan af var háriðn tvískiptur heimur að sögn Þorgerðar. Rakarastofan var vettvangur karla og hárgreiðslustofan kvennavettvangur. Það var afskaplega lítill samgangur þar á milli. Svo breyttist það smám saman í áranna rás og í byrjun 10. áratugarins voru fögin sameinuð og hársnyrtiiðn er sameiginlegur vettvangur.“ Skemmtilegast var að taka viðtölin að mati Þorgerðar. „Fólk tók okkur svo vel og treysti okkur fyrir sögum og myndum. Það eru um 200 myndir í bókinni, margar úr einkasöfnum.“ Spurð hvaða hártíska henni hafi þótt eftirtektarverðust svarar Þorgerður: „Mér finnst drengjakollurinn á þriðja áratugnum flottur, það fylgir honum mikil frelsissaga þegar konurnar ákveða að klippa hárið. Svo eru túperingarnar á 7. áratugnum tilkomumiklar. Einn kaflinn heitir Túperingar, tvær hæðir og ris. Bítlahártískan var líka stórt skref og byrjunin á því að strákar færu á hárgreiðslustofur, því konurnar kunnu að særa, en rakararnir höfðu tilhneigingu til að klippa stutt.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir sagnfræðingana Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur er komin út, aðgengileg bók, prýdd fjölda mynda. „Bókin um hárið var skemmtilegt verkefni,“ segir doktor Þorgerður H. Þorvaldsdóttir sagnfræðingur um Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi sem hún skrifaði ásamt Báru Baldursdóttur sagnfræðingi sem einnig er menntuð hárgreiðslukona. Þorgerður segir bókina skiptast í tíu kafla. „Við förum yfir allt sviðið. Tókum viðtöl við yfir hundrað einstaklinga meðan bókin var í smíðum og það er kannski mikilvægasti heimildagrunnurinn og auðvitað notuðum við líka alls konar rit, dagblöð, tímarit, fundargerðarbækur og allt mögulegt sem tengist þessu fagi. Niðurstaðan er tæpar 400 blaðsíður.“ Framan af var háriðn tvískiptur heimur að sögn Þorgerðar. Rakarastofan var vettvangur karla og hárgreiðslustofan kvennavettvangur. Það var afskaplega lítill samgangur þar á milli. Svo breyttist það smám saman í áranna rás og í byrjun 10. áratugarins voru fögin sameinuð og hársnyrtiiðn er sameiginlegur vettvangur.“ Skemmtilegast var að taka viðtölin að mati Þorgerðar. „Fólk tók okkur svo vel og treysti okkur fyrir sögum og myndum. Það eru um 200 myndir í bókinni, margar úr einkasöfnum.“ Spurð hvaða hártíska henni hafi þótt eftirtektarverðust svarar Þorgerður: „Mér finnst drengjakollurinn á þriðja áratugnum flottur, það fylgir honum mikil frelsissaga þegar konurnar ákveða að klippa hárið. Svo eru túperingarnar á 7. áratugnum tilkomumiklar. Einn kaflinn heitir Túperingar, tvær hæðir og ris. Bítlahártískan var líka stórt skref og byrjunin á því að strákar færu á hárgreiðslustofur, því konurnar kunnu að særa, en rakararnir höfðu tilhneigingu til að klippa stutt.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira