Segja það mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að hann komi ekki til greina á Óskarnum 11. desember 2018 23:34 Jóhann Jóhannsson var 48 ára þegar hann lést í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Jóhann Jóhannsson heitinn verður ekki á meðal þeirra sem verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist þegar tilkynnt verður hverjar hljóta tilnefningu á mánudag. Greint er frá þessu á vef IndiWire en yfirgagnrýnandi miðilsins hafði kallað eftir því að Jóhann yrði tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina Mandy. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að mati IndieWire. Gagnrýnandinn heitir Eric Kohn en hann segir tónlist Jóhanns við Mandy vera eina af bestu kvikmyndatónsmíðum ársins. Er því haldið fram á IndieWire að þetta séu mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns.Variety greindi frá því fyrr í vikunni að Mandy hefði verið útilokuð frá Óskarsverðlaununum því hún var gerð aðgengileg á streymisveitum á meðan meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar gátu enn greitt atkvæði um hvaða kvikmyndatónskáld myndu hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna.Tónlist Jóhanns við Mandy var nýlega sett í þriðja sæti yfir bestu kvikmyndatónlist ársins á vef IndieWire. Jóhann lést í febrúar síðastliðnum langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 48 ára gamall en hann féll frá skömmu eftir að Mandy hafði verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Hann hlaut mikið lof fyrir verk sín en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmyndunum Sicario og The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Theory of Everything en hann var valinn tónskáld ársins á World Soundtrack-verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Á vef IndieWire er því haldið fram tónlist Jóhanns hefði verið helsta von Mandy um að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í 13. september síðastliðinn áður en hún varð aðgengileg á streymisveitum.Mandy segir frá manni sem leitar hefnda eftir að eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt af djöfladýrkendum. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Panos Cosmatos en hann sagði við IndieWire að hann hefði lengi dáðst að verkum Jóhanns og nefnir þar sérstaklega tónlist hans við Sicario. Hann segir fráfall Jóhanns mikinn missi. Á milli þeirra tókst mikill vinskapur á meðan þeir unnu að Mandy en Cosmatos er þeirrar skoðunar að þeir hefðu getað gert stórkostlega hluti saman hefði samvinna þeirra staðið yfir lengur. Þeir hittust aðeins einu sinni í persónu en töluðust oft við í síma á meðan Jóhann samdi tónlistina. Cosmatos sagðist hafa lýst því fyrir Jóhanni hvað hann hafði í huga.Leikstjórinn Panos Cosmatos.Vísir/GettyÍ opnunarsenu myndarinnar fá áhorfendur að sjá hið útópíska líf sem aðalpersónurnar lifa áður en hörmungarnar dynja yfir. „Ég sagði við hann: Ég vil að þessi sena sé eins og maður sé ellefu ára gamall, sitjandi í baksæti í Trans Am stóra bróður þíns, og hann er að reykja gras og þú finnur lyktina af vanillu-loftfrískaranum,“ rifjar Cosmatos upp. Hann segir Jóhann hafa þagað í smá stund áður en hann svaraði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.“ Tengdar fréttir „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jóhann Jóhannsson heitinn verður ekki á meðal þeirra sem verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist þegar tilkynnt verður hverjar hljóta tilnefningu á mánudag. Greint er frá þessu á vef IndiWire en yfirgagnrýnandi miðilsins hafði kallað eftir því að Jóhann yrði tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina Mandy. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að mati IndieWire. Gagnrýnandinn heitir Eric Kohn en hann segir tónlist Jóhanns við Mandy vera eina af bestu kvikmyndatónsmíðum ársins. Er því haldið fram á IndieWire að þetta séu mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns.Variety greindi frá því fyrr í vikunni að Mandy hefði verið útilokuð frá Óskarsverðlaununum því hún var gerð aðgengileg á streymisveitum á meðan meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar gátu enn greitt atkvæði um hvaða kvikmyndatónskáld myndu hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna.Tónlist Jóhanns við Mandy var nýlega sett í þriðja sæti yfir bestu kvikmyndatónlist ársins á vef IndieWire. Jóhann lést í febrúar síðastliðnum langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 48 ára gamall en hann féll frá skömmu eftir að Mandy hafði verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Hann hlaut mikið lof fyrir verk sín en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmyndunum Sicario og The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Theory of Everything en hann var valinn tónskáld ársins á World Soundtrack-verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Á vef IndieWire er því haldið fram tónlist Jóhanns hefði verið helsta von Mandy um að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í 13. september síðastliðinn áður en hún varð aðgengileg á streymisveitum.Mandy segir frá manni sem leitar hefnda eftir að eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt af djöfladýrkendum. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Panos Cosmatos en hann sagði við IndieWire að hann hefði lengi dáðst að verkum Jóhanns og nefnir þar sérstaklega tónlist hans við Sicario. Hann segir fráfall Jóhanns mikinn missi. Á milli þeirra tókst mikill vinskapur á meðan þeir unnu að Mandy en Cosmatos er þeirrar skoðunar að þeir hefðu getað gert stórkostlega hluti saman hefði samvinna þeirra staðið yfir lengur. Þeir hittust aðeins einu sinni í persónu en töluðust oft við í síma á meðan Jóhann samdi tónlistina. Cosmatos sagðist hafa lýst því fyrir Jóhanni hvað hann hafði í huga.Leikstjórinn Panos Cosmatos.Vísir/GettyÍ opnunarsenu myndarinnar fá áhorfendur að sjá hið útópíska líf sem aðalpersónurnar lifa áður en hörmungarnar dynja yfir. „Ég sagði við hann: Ég vil að þessi sena sé eins og maður sé ellefu ára gamall, sitjandi í baksæti í Trans Am stóra bróður þíns, og hann er að reykja gras og þú finnur lyktina af vanillu-loftfrískaranum,“ rifjar Cosmatos upp. Hann segir Jóhann hafa þagað í smá stund áður en hann svaraði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.“
Tengdar fréttir „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23
Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30