Svefnleysi og þyngdartap í hungurverkfalli fjögurra Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Karlfangarnir sjö, af níu föngum alls, eru vistaðir í Lledoners-fangelsinu í Katalóníu. Frá vinstri má sjá þá Jordi Sanchez, Oriol Junqueras, Jordi Turull, Joaquim Forn, Jordi Cuixart, Josep Rull og Raul Romeva. Nordicphotos/AFP Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33