Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 14:42 Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Á morgun klukkan níu árdegis heldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis opinn fund þar sem til stendur að fá fram vitnisburð þeirra Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokks og Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um svonefndan sendiherrakapal. Samkvæmt heimildum Vísis hafa hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi svarað fundarboðinu.Nefndinni bera að hafa eftirlit með ráðherrumTilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur sagt, í samtali við Vísi, að nefndin hafi eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu. „Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“ Sagt satt eða logið um meinta lygi Gunnar Bragi er sem stendur í leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að Klausturupptökurnar voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi tjáði sig strax eftir að þær komu fram en hefur hins vegar ekkert tjáð sig neitt eftir það þó ýmislegt megi heita útistandandi í málinu. Gunnar Bragi sagðist hafa verið að ljúga uppá Bjarna á Klaustur bar og Bjarni hefur lýst því yfir að Gunnar Bragi eigi ekkert inni hjá flokknum. Hins vegar hefur hann viðurkennt að slíkur fundur hafi farið fram og Guðlaugur Þór einnig, þar sem það var rætt. Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn af fáum sem sagt hefur af sér þingmennsku þá vegna þess að hann sendi póst á rangan stað með óviðurkvæmilegum ummælum, hefur sagt á Facebooksíðu sinni að á téðu fundi muni gefast einstakt tækifæri á að „hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“Steingrími J ætluð staðanEyjan ræddi við Bjarna vegna þessa í gær og þar telur hann einsýnt að Gunnar Bragi hafi verið að fara rétt með á barnum þó hann hafi dregið í land síðar. Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím. „Upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við Eyjuna. Þó stjórnarandstaðan sé í hinu mesta klandri vegna Klausturupptaknanna og svo máli sem snýr að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er víst að málið getur reynst stjórnarflokkunum erfitt. En það snýr að samtryggingarspillingu sem mörgum sýnist blasa við. Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Á morgun klukkan níu árdegis heldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis opinn fund þar sem til stendur að fá fram vitnisburð þeirra Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokks og Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um svonefndan sendiherrakapal. Samkvæmt heimildum Vísis hafa hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi svarað fundarboðinu.Nefndinni bera að hafa eftirlit með ráðherrumTilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur sagt, í samtali við Vísi, að nefndin hafi eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu. „Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“ Sagt satt eða logið um meinta lygi Gunnar Bragi er sem stendur í leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að Klausturupptökurnar voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi tjáði sig strax eftir að þær komu fram en hefur hins vegar ekkert tjáð sig neitt eftir það þó ýmislegt megi heita útistandandi í málinu. Gunnar Bragi sagðist hafa verið að ljúga uppá Bjarna á Klaustur bar og Bjarni hefur lýst því yfir að Gunnar Bragi eigi ekkert inni hjá flokknum. Hins vegar hefur hann viðurkennt að slíkur fundur hafi farið fram og Guðlaugur Þór einnig, þar sem það var rætt. Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn af fáum sem sagt hefur af sér þingmennsku þá vegna þess að hann sendi póst á rangan stað með óviðurkvæmilegum ummælum, hefur sagt á Facebooksíðu sinni að á téðu fundi muni gefast einstakt tækifæri á að „hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“Steingrími J ætluð staðanEyjan ræddi við Bjarna vegna þessa í gær og þar telur hann einsýnt að Gunnar Bragi hafi verið að fara rétt með á barnum þó hann hafi dregið í land síðar. Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím. „Upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við Eyjuna. Þó stjórnarandstaðan sé í hinu mesta klandri vegna Klausturupptaknanna og svo máli sem snýr að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er víst að málið getur reynst stjórnarflokkunum erfitt. En það snýr að samtryggingarspillingu sem mörgum sýnist blasa við.
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54