Lausn fyrir lélega föndrara Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. desember 2018 08:00 Keli segist ekki vera góður að föndra og segir hann að það sé vegna þess að hann er örvhentur. Hann er allavega góður að tromma. Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“ Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira