Hátíðarfundur vegna sjötíu ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar SÞ Heimsljós kynnir 10. desember 2018 11:15 Eleanor Roosevelt fyrir 70 árum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. „Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum og við þurfum auðvitað að muna við hvaða aðstæður Mannréttindayfirlýsingin varð til - í kjölfar blóðugrar heimsstyrjaldar. Mannréttindi eru ekki afstæð. Þau eru algild. Með því að setja mannréttindi í forgang, frelsi og jafnrétti allra, erum við um leið að vinna friði og stöðugleika í heiminum gagn. Þann slag verðum við alltaf að vera tilbúin til að taka,“ sagði í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem flutt var á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hátíðafundinum er nýlokið í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefna af sama tilefni stendur yfir í Háskólanum á Akureyri en þar flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti ávarpsorð og setti ráðstefnuna í morgun. Í ávarpi utanríkisráðherra í morgun sagði hann að Íslendingar hefðu mjög góða sögu að segja, staða mannréttinda væri góð hér á landi og við kæmum vel út í öllum samanburði við aðrar þjóðir. „Og fyrir vikið erum við að mínu mati vel í stakk búin til að láta gott af okkur leiða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við tókum sæti fyrr á þessu ári. Þar leggjum við áherslu á jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólks, sem og réttindi barna. … Við hlökkum til að láta að okkur kveða í mannréttindaráðinu á komandi ári – en líka annars staðar þar sem rödd Íslands heyrist. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni leggjum ætíð áherslu á mannréttindi hvort sem það er á vettvangi alþjóðastofnana eða í tvíhliða samskiptum við önnur ríki,“ sagði í ávarpinu. Í upphafi hátíðarfundarins í morgun flutti Björg Thorarensen prófessor erindi sem nefndi „Mannréttindayfirlýsingin – Undirstaða mannaréttindaverndar í heiminum“. Þá var tæplega klukkustundarlöng pallborðsumræða um stöðu mannréttinda á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Á dagskránni var líka verðlaunaafhending í smásagnakeppni og dagskrárliðurinn „Mikilvægi mannréttinda fyrir komandi kynslóðir“ - Ritstjórn skuggaskýrslu barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en í henni eru Jökull Ingi Þorvaldsson, Sunneva Björk Birgisdóttir og Einar Hrafn Árnason. Hátíðafundinum lauk með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.HreinsunardeildinÍ tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar bjóða Sameinuðu þjóðirnar til ókeypis sýningar á myndinni Hreinsunardeildin (The Cleaners), í kvöld kl. 20:00 í Bíó Paradís. Myndin beinir sjónum að því hvernig Netið er hreinsað af “óæskilegu” efni. Í myndinni er varpað fram spurningum um hver stjórni netinu og því hvernig við hugsum. Að lokinni sýningu verða umræður um efni myndarinnar með Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur lögfræðingi hjá Fjölmiðlanefnd og Smára McCarthy alþingismanni. Í dag er líka síðasti dagur 16 daga átaksins, alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Slíkt ofbeldi og kynjamisrétti eru gróf mannréttindabrot og dagsetning átaksins var valin til að minnast mannréttindayfirlýsingarinnar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
„Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum og við þurfum auðvitað að muna við hvaða aðstæður Mannréttindayfirlýsingin varð til - í kjölfar blóðugrar heimsstyrjaldar. Mannréttindi eru ekki afstæð. Þau eru algild. Með því að setja mannréttindi í forgang, frelsi og jafnrétti allra, erum við um leið að vinna friði og stöðugleika í heiminum gagn. Þann slag verðum við alltaf að vera tilbúin til að taka,“ sagði í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem flutt var á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hátíðafundinum er nýlokið í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefna af sama tilefni stendur yfir í Háskólanum á Akureyri en þar flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti ávarpsorð og setti ráðstefnuna í morgun. Í ávarpi utanríkisráðherra í morgun sagði hann að Íslendingar hefðu mjög góða sögu að segja, staða mannréttinda væri góð hér á landi og við kæmum vel út í öllum samanburði við aðrar þjóðir. „Og fyrir vikið erum við að mínu mati vel í stakk búin til að láta gott af okkur leiða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við tókum sæti fyrr á þessu ári. Þar leggjum við áherslu á jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólks, sem og réttindi barna. … Við hlökkum til að láta að okkur kveða í mannréttindaráðinu á komandi ári – en líka annars staðar þar sem rödd Íslands heyrist. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni leggjum ætíð áherslu á mannréttindi hvort sem það er á vettvangi alþjóðastofnana eða í tvíhliða samskiptum við önnur ríki,“ sagði í ávarpinu. Í upphafi hátíðarfundarins í morgun flutti Björg Thorarensen prófessor erindi sem nefndi „Mannréttindayfirlýsingin – Undirstaða mannaréttindaverndar í heiminum“. Þá var tæplega klukkustundarlöng pallborðsumræða um stöðu mannréttinda á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Á dagskránni var líka verðlaunaafhending í smásagnakeppni og dagskrárliðurinn „Mikilvægi mannréttinda fyrir komandi kynslóðir“ - Ritstjórn skuggaskýrslu barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en í henni eru Jökull Ingi Þorvaldsson, Sunneva Björk Birgisdóttir og Einar Hrafn Árnason. Hátíðafundinum lauk með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.HreinsunardeildinÍ tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar bjóða Sameinuðu þjóðirnar til ókeypis sýningar á myndinni Hreinsunardeildin (The Cleaners), í kvöld kl. 20:00 í Bíó Paradís. Myndin beinir sjónum að því hvernig Netið er hreinsað af “óæskilegu” efni. Í myndinni er varpað fram spurningum um hver stjórni netinu og því hvernig við hugsum. Að lokinni sýningu verða umræður um efni myndarinnar með Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur lögfræðingi hjá Fjölmiðlanefnd og Smára McCarthy alþingismanni. Í dag er líka síðasti dagur 16 daga átaksins, alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Slíkt ofbeldi og kynjamisrétti eru gróf mannréttindabrot og dagsetning átaksins var valin til að minnast mannréttindayfirlýsingarinnar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent