Krefja tvær konur um milljónir vegna nauðgunarummæla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2018 10:40 Hildur Lilliendahl er krafin um þrjár milljónir króna samanlagt. Fréttablaðið/Stefán Karlmennirnir tveir sem sakaðir voru um nauðgun í svokölluðu Hlíðarmáli í nóvember 2015 krefja hvor um sig Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, starfsmann Reykjavíkurborgar og femínista, um eina og hálfa milljón króna í miskabætur vegna ummæla sem hún lét falla á Facebook. Þá er annarri konu stefnt fyrir ummæli og krafin um fjórar milljónir samanlagt í miskabætur. Enn fjölgar þeim sem stefnt er í tengslum við málið sem rekja má til forsíðufréttar Fréttablaðsins með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin birtist að morgni 9. nóvember og lét Hildur eftirfarandi ummæli falla á Facebook síðar sama dag: „... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætir hagsmuna karlanna tveggja.FBL/GVA„Sviptir grundvallarmannréttindum“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rekur málin fyrir karlana tvo og segir í stefnunni að Hildi hafi verið boðið að ljúka málinu utan réttar með kröfubréfi dagsettu 27. apríl 2016. Var henni líkt og fleirum gefinn sá kostur að reiða fram milljónir innan nokkurra daga ella yrði málið útkljáð fyrir dómstólum. Bréfinu hafi ekki verið svarað og stefnendum sé því nauðugur sá kostur að höfða dómsmál. „Málsatvik eru þau að þann 9. nóvember 2015, kl. 11:32 birti stefnda færslu á Facebook þar sem hún staðhæfði að stefnendur hefðu nauðgað konum kerfisbundið í sérútbúinni íbúð. Þá deildi hún einnig í athugasemd við sömu færslu, upplýsingum um nöfn og Facebook svæði stefnenda.“ Segir að með ummælunum fullyrði Hildur að karlarnir hafi ítrekað gerst sekir um refsiverða háttsemi. „Það eru grundvallarmannréttindi í réttaríki að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Þessi regla er grundvallarregla í íslenskri réttarskipan sbr. 2. mgr. 70. gr. stjskr. og 2. mgr. 6. gr. MSE. Það eru handhafar opinbers valds sem til þess eru bærir sem annast rannsókn og saksókn í sakamálum. Það er síðan hlutverk dómstóla að dæma um sekt eða sakleysi manna sem ákærðir hafa verið fyrir refsiverða háttsemi. Stefnda svipti stefnendur þessum grundvallarmannréttindum og úthrópaði þá sem nauðgara án þess að stefnendur hafi verið ákærðir fyrir slíka háttsemi hvað þá heldur dæmdir.“Frá mótmælunum við lögreglustöðina.Vísir/VilhelmMargir sóttir til saka Hildur er langt í frá sú eina sem sótt hefur verið til saka í tengslum við málið eins og Vísir hefur áður fjallað um. Fjórir fréttamenn fréttastofu 365 voru í júní dæmdir til að greiða mönnum miskabætur. Þá hefur Sigmundi Erni Rúnarssyni, fréttamanni á Hringbraut, verið stefnt vegna ummælana sem og konu í Sviss sem tjáði sig á samfélagsmiðlum um málið. Þá stefna karlarnir sömuleiðis annarri konu, Oddnýju Arnarsdóttur, fyrir ummæli í viðtali í Landspóstinum þann 9. nóvember 2015. Hún var ein þeirra sem stóð fyrir fjölmennum mótmælum við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Ummælin eru eftirfarandi: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum. 2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið. 3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna. 4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina. 5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Krefjast karlarnir hvor fyrir sig tveggja milljóna króna í miskabætur.Kært og kært til baka Málið kom upp í byrjun nóvember árið 2015. Þá greindi Fréttablaðið frá því að annar mannanna hefði verið sendur í leyfi úr Háskólanum í Reykjavík vegna gruns um aðild að nauðgun. Annar karlmaður væri sömuleiðis grunaður um aðild að sömu nauðgun. Höfðu karlarnir verið kærðir til lögreglu fyrir nauðgun. Það var svo 9. nóvember sem fréttin um að íbúð mannanna í Hlíðunum hefði verið útbúin til nauðgana birtist. Efnt var til mótmæla við lögreglustöðina eftir fyrrnefnda frétt og þá staðreynd að ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir körlunum tveimur. Nokkur hundruð manns komu saman og kröfðu lögreglustjóra um svör. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson krafði Fréttablaðið um leiðréttingu og tíu milljóna krónu greiðslu vegna fréttarinnar. Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri sagði Fréttablaðið standa við fréttina. Í framhaldinu kærði Vilhjálmur, fyrir hönd annars karlsins sem tvær stúlkur höfðu kært fyrir nauðgun, stúlkurnar fyrir rangar sakargiftir. Var önnur stúlkan sömuleiðis kærð fyrir nauðgun. Kærurnar á hendur stúlkunum voru felldar niður hjá lögreglu en kærur á hendur körlunum fyrir nauðgun fóru frá lögreglu á borð héraðssaksóknara. Embættið felldi bæði málin niður í febrúar 2016. Í framhaldinu sendi Vilhjálmur 22 aðilum kröfubréf þar sem þeim var boðið að draga ummæli sín til baka og greiða miskabætur, ella færu málin fyrir dóm. Sumum málum er lokið fyrir dómi en önnur bíða meðferðar. Dómsmál Fjölmiðlar Hlíðamálið Tengdar fréttir „Hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald“ Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn Hlíðarmálsins alveg réttar. 9. nóvember 2015 17:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Karlmennirnir tveir sem sakaðir voru um nauðgun í svokölluðu Hlíðarmáli í nóvember 2015 krefja hvor um sig Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, starfsmann Reykjavíkurborgar og femínista, um eina og hálfa milljón króna í miskabætur vegna ummæla sem hún lét falla á Facebook. Þá er annarri konu stefnt fyrir ummæli og krafin um fjórar milljónir samanlagt í miskabætur. Enn fjölgar þeim sem stefnt er í tengslum við málið sem rekja má til forsíðufréttar Fréttablaðsins með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin birtist að morgni 9. nóvember og lét Hildur eftirfarandi ummæli falla á Facebook síðar sama dag: „... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætir hagsmuna karlanna tveggja.FBL/GVA„Sviptir grundvallarmannréttindum“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rekur málin fyrir karlana tvo og segir í stefnunni að Hildi hafi verið boðið að ljúka málinu utan réttar með kröfubréfi dagsettu 27. apríl 2016. Var henni líkt og fleirum gefinn sá kostur að reiða fram milljónir innan nokkurra daga ella yrði málið útkljáð fyrir dómstólum. Bréfinu hafi ekki verið svarað og stefnendum sé því nauðugur sá kostur að höfða dómsmál. „Málsatvik eru þau að þann 9. nóvember 2015, kl. 11:32 birti stefnda færslu á Facebook þar sem hún staðhæfði að stefnendur hefðu nauðgað konum kerfisbundið í sérútbúinni íbúð. Þá deildi hún einnig í athugasemd við sömu færslu, upplýsingum um nöfn og Facebook svæði stefnenda.“ Segir að með ummælunum fullyrði Hildur að karlarnir hafi ítrekað gerst sekir um refsiverða háttsemi. „Það eru grundvallarmannréttindi í réttaríki að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Þessi regla er grundvallarregla í íslenskri réttarskipan sbr. 2. mgr. 70. gr. stjskr. og 2. mgr. 6. gr. MSE. Það eru handhafar opinbers valds sem til þess eru bærir sem annast rannsókn og saksókn í sakamálum. Það er síðan hlutverk dómstóla að dæma um sekt eða sakleysi manna sem ákærðir hafa verið fyrir refsiverða háttsemi. Stefnda svipti stefnendur þessum grundvallarmannréttindum og úthrópaði þá sem nauðgara án þess að stefnendur hafi verið ákærðir fyrir slíka háttsemi hvað þá heldur dæmdir.“Frá mótmælunum við lögreglustöðina.Vísir/VilhelmMargir sóttir til saka Hildur er langt í frá sú eina sem sótt hefur verið til saka í tengslum við málið eins og Vísir hefur áður fjallað um. Fjórir fréttamenn fréttastofu 365 voru í júní dæmdir til að greiða mönnum miskabætur. Þá hefur Sigmundi Erni Rúnarssyni, fréttamanni á Hringbraut, verið stefnt vegna ummælana sem og konu í Sviss sem tjáði sig á samfélagsmiðlum um málið. Þá stefna karlarnir sömuleiðis annarri konu, Oddnýju Arnarsdóttur, fyrir ummæli í viðtali í Landspóstinum þann 9. nóvember 2015. Hún var ein þeirra sem stóð fyrir fjölmennum mótmælum við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Ummælin eru eftirfarandi: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum. 2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið. 3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna. 4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina. 5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Krefjast karlarnir hvor fyrir sig tveggja milljóna króna í miskabætur.Kært og kært til baka Málið kom upp í byrjun nóvember árið 2015. Þá greindi Fréttablaðið frá því að annar mannanna hefði verið sendur í leyfi úr Háskólanum í Reykjavík vegna gruns um aðild að nauðgun. Annar karlmaður væri sömuleiðis grunaður um aðild að sömu nauðgun. Höfðu karlarnir verið kærðir til lögreglu fyrir nauðgun. Það var svo 9. nóvember sem fréttin um að íbúð mannanna í Hlíðunum hefði verið útbúin til nauðgana birtist. Efnt var til mótmæla við lögreglustöðina eftir fyrrnefnda frétt og þá staðreynd að ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir körlunum tveimur. Nokkur hundruð manns komu saman og kröfðu lögreglustjóra um svör. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson krafði Fréttablaðið um leiðréttingu og tíu milljóna krónu greiðslu vegna fréttarinnar. Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri sagði Fréttablaðið standa við fréttina. Í framhaldinu kærði Vilhjálmur, fyrir hönd annars karlsins sem tvær stúlkur höfðu kært fyrir nauðgun, stúlkurnar fyrir rangar sakargiftir. Var önnur stúlkan sömuleiðis kærð fyrir nauðgun. Kærurnar á hendur stúlkunum voru felldar niður hjá lögreglu en kærur á hendur körlunum fyrir nauðgun fóru frá lögreglu á borð héraðssaksóknara. Embættið felldi bæði málin niður í febrúar 2016. Í framhaldinu sendi Vilhjálmur 22 aðilum kröfubréf þar sem þeim var boðið að draga ummæli sín til baka og greiða miskabætur, ella færu málin fyrir dóm. Sumum málum er lokið fyrir dómi en önnur bíða meðferðar.
Dómsmál Fjölmiðlar Hlíðamálið Tengdar fréttir „Hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald“ Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn Hlíðarmálsins alveg réttar. 9. nóvember 2015 17:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
„Hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald“ Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn Hlíðarmálsins alveg réttar. 9. nóvember 2015 17:52
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51