María og stöllur í erfiðum riðli með Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 20:00 Miðvörðurinn María Þórisdóttir, hér fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í norska landsliðinu fyrir æfingarleik gegn Svíþjóð. fréttablaðið/getty Dregið var í riðlakeppnina fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í kvennaflokki um helgina en alls senda 24 lönd lið til leiks. Noregur með Selfyssinginn Maríu Þórisdóttur, dóttur Þóris Hergeirssonar, innanborðs fékk erfiðan riðil með heimaþjóðinni Frakklandi. Íslenska kvennalandsliðið missti af tækifæri að komast inn á lokakeppni HM í haust í fyrsta sinn þegar þær horfðu á eftir efsta sætinu til Þýskalands og rétt misstu af umspilssæti í lokaumferðinni. Norska landsliðið með Maríu innanborðs lenti í riðli með heimaþjóðinni Frakklandi sem er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA, Suður-Kóreu sem er einu sæti fyrir neðan Noreg á listanum og Nígeríu sem vann nýlega Afríkukeppnina. Bandaríska landsliðið þykir sigurstranglegt, hefur enda leikið til úrslita í síðustu tvö skipti og er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með þrjá titla. Bandaríkin eru með Svíþjóð í riðli, sem sló út bandaríska liðið á Ólympíuleikunum 2016, ásamt Taílandi og Síle sem eru óþekktari númer. Ríkjandi Evrópumeistararnir í Hollandi voru nokkuð heppnar með riðil eftir að hafa þurft á umspili að halda til að öðlast þátttökurétt í Frakklandi næsta sumar. Holland er með Kanada í riðli sem er eitt af sterkari liðum heims en Nýja-Sjáland hefur ekki leikið vel að undanförnu og Kamerún hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í lokakeppni HM. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Dregið var í riðlakeppnina fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í kvennaflokki um helgina en alls senda 24 lönd lið til leiks. Noregur með Selfyssinginn Maríu Þórisdóttur, dóttur Þóris Hergeirssonar, innanborðs fékk erfiðan riðil með heimaþjóðinni Frakklandi. Íslenska kvennalandsliðið missti af tækifæri að komast inn á lokakeppni HM í haust í fyrsta sinn þegar þær horfðu á eftir efsta sætinu til Þýskalands og rétt misstu af umspilssæti í lokaumferðinni. Norska landsliðið með Maríu innanborðs lenti í riðli með heimaþjóðinni Frakklandi sem er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA, Suður-Kóreu sem er einu sæti fyrir neðan Noreg á listanum og Nígeríu sem vann nýlega Afríkukeppnina. Bandaríska landsliðið þykir sigurstranglegt, hefur enda leikið til úrslita í síðustu tvö skipti og er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með þrjá titla. Bandaríkin eru með Svíþjóð í riðli, sem sló út bandaríska liðið á Ólympíuleikunum 2016, ásamt Taílandi og Síle sem eru óþekktari númer. Ríkjandi Evrópumeistararnir í Hollandi voru nokkuð heppnar með riðil eftir að hafa þurft á umspili að halda til að öðlast þátttökurétt í Frakklandi næsta sumar. Holland er með Kanada í riðli sem er eitt af sterkari liðum heims en Nýja-Sjáland hefur ekki leikið vel að undanförnu og Kamerún hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í lokakeppni HM.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira