Erlent

Fjórir létust í sprengingu nærri Pýramídunum

Andri Eysteinsson skrifar
Rútan var á leið um Mariottia svæðið þegar sprengjan sprakk.
Rútan var á leið um Mariottia svæðið þegar sprengjan sprakk. STR
Sprengja í vegarkanti sprakk þegar rúta full af ferðamönnum keyrði fram hjá nærri Pýramídunum í Giza í Egyptalandi í gær. Þrír víetnamskir ferðamenn létust ásamt egypskum leiðsögumanni þeirra. AP greinir frá.

Rútan var á ferð um Mariottia svæðið nærri pýramídunum þegar hún varð fyrir sprengingunni. Sprengjan var falin á bak við vegg samkvæmt upplýsingum egypska yfirvalda. Auk þeirra fjögurra sem létust slösuðust ellefu víetnamskir ferðamenn og egypskur bílstjóri rútunnar.

Samkvæmt utanríkisráðuneyti Víetnam voru fimmtán um borð í rútunni og slösuðust 10 þeirra alvarlega. Sendiherra Víetnam í Egyptalandi, Tran Tanh Cong, heimsótti landa sína á sjúkrahúsi ásamt því að hann skoðaði vettvang sprengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×