Hestastyttur út um allt inni í stofu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2018 20:00 Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira