Ronaldo með tvö er Juventus slapp með skrekkinn á heimavelli Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. desember 2018 13:30 Cristiano Ronaldo skoraði tvö í dag getty/vísir Topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Juventus slapp með skrekkinn á heimavelli gegn Sampdoria í dag. Ítölsku meistararnir byrjuðu leikinn af miklum krafti en portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir strax á annarri mínútu. Rúmum hálftíma síðar jöfnuðu gestirnir í Sampdoria, en það gerði Fabio Quagliarella úr vítaspyrnu. Þetta var níundi leikurinn í röð sem Quagliarella skorar og er hann sá fyrsti sem gerir slíkt síðan David Trezeguet gerði það árið 2005. Þegar um stundafjórðungur var liðinn af seinni hálfleik fengu Juventus vítaspyrnu, og að sjálfsögðu var það Ronaldo sem steig á punktinn og hann skoraði. 2-1 fyrir meistarana. Á annarri mínútu uppbótartímans jafnaði Riccardo Saponara fyrir Sampdoria, en með aðstoð myndbandsdómgæslunnar var markið dæmt af vegna rangstöðu. Dramatík í Túrínborg og Juventus slapp með skrekkinn á heimavelli. Juventus er með sigrinum komið með 12 stiga forskot á toppi deildarinnar. Ítalski boltinn
Topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Juventus slapp með skrekkinn á heimavelli gegn Sampdoria í dag. Ítölsku meistararnir byrjuðu leikinn af miklum krafti en portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir strax á annarri mínútu. Rúmum hálftíma síðar jöfnuðu gestirnir í Sampdoria, en það gerði Fabio Quagliarella úr vítaspyrnu. Þetta var níundi leikurinn í röð sem Quagliarella skorar og er hann sá fyrsti sem gerir slíkt síðan David Trezeguet gerði það árið 2005. Þegar um stundafjórðungur var liðinn af seinni hálfleik fengu Juventus vítaspyrnu, og að sjálfsögðu var það Ronaldo sem steig á punktinn og hann skoraði. 2-1 fyrir meistarana. Á annarri mínútu uppbótartímans jafnaði Riccardo Saponara fyrir Sampdoria, en með aðstoð myndbandsdómgæslunnar var markið dæmt af vegna rangstöðu. Dramatík í Túrínborg og Juventus slapp með skrekkinn á heimavelli. Juventus er með sigrinum komið með 12 stiga forskot á toppi deildarinnar.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti