Íslenska bíóárið 2018: Lof mér að falla stærri en vinsælustu myndir síðustu ára Birgir Olgeirsson skrifar 31. desember 2018 10:00 Myndin þénaði tæpar 87 milljónir króna í miðasölu kvikmyndahúsa en samanlagðar tekjur tveggja næstu mynda ná ekki þeim tekjum sem Lof mér að falla hafði á árinu. Lof mér að falla bar höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar kvikmyndir á bíóárinu sem er senn á enda. Myndin þénaði tæpar 87 milljónir króna í miðasölu kvikmyndahúsa en samanlagðar tekjur tveggja næstu mynda ná ekki þeim tekjum sem Lof mér að falla hafði á árinu. Þetta sýna aðsóknar tölur sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum, hefur tekið saman fyrir árið 2018. Tæplega 53 þúsund manns borguðu sig inn á Lof mér að falla en til samanburðar má nefna að borguðu 43 þúsund manns sig inn á Eiðinn sem var aðsóknarmesta mynd ársins 2016 og þénaði 63 milljónir það ár. Rúmlega 47 þúsund manns borguðu sig inn á Ég man þig sem var aðsóknarmesta myndin í fyrra en hún þénaði 76,5 milljónir króna. Að meðaltali greiddi hver bíógestur 1.600 krónur til að sjá Lof mér að falla, 1.600 krónur inn á Ég man þig en tæpar 1.500 krónur inn á Eiðinn.Hér fyrir neðan má sjá listann yfir aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíóhúsum hér á landi árið 2018:1. Lof mér að falla Myndin var frumsýnd 7. september síðastliðinn en hún þénaði sem fyrr segir 86,6 milljónir króna á 52.700 gestum en alls var myndin sýnd 468 sinnum í kvikmyndahúsum. Myndin segir frá áhrifum fíkniefnaneyslu á ungt fólk og hvaða afleiðingar hún hefur á framtíð þessara einstaklinga á þá sem standa þeim nærri. Myndin fékk góða dóma frá gagnrýnendum og virtist snerta streng í brjósti Íslendinga því hún varð að einhverskonar skylduáhorfi og forvarnargildi hennar talið mikið af.2. Víti í Vestmannaeyjum Þessi krakkamynd gerði ágæta hluti í ár en hún var frumsýnd 23. mars. Hún þénaði 47,7 milljónir króna á 35.465 gestum en hún var sýnd 315 sinnum. Myndin er byggð á skáldsögu Gunnars Helgasonar en hún fjallar um unga krakka sem fara til Vestmannaeyja til að keppa á fótboltamóti. Myndin smellpassaði inn í knattspyrnuæði þjóðarinnar sem fylgt hefur velgengni íslenska karlalandsliðsins.3. Lói – Þú flýgur aldrei einn Myndin var frumsýnd 2. febrúar og þénaði 29,9 milljónir á á 24.185 gestum en hún var sýnd 522 sinnum. Myndin var fimm og hálft ár í vinnslu og komu 400 manns að gerð hennar. Framleiðslukostnaðurinn var um milljarður íslenskra króna og hefur hún verið seld til sextíu landa. Myndin segir frá lóuunganum Lóa sem er ófleygur að hausti og þarf því að lifa af harðan vetur.4. Kona fer í stríð Þessi mynd hefur rakað inn verðlaunum á kvikmyndahátíðum frá því hún var frumsýnd 23. maí síðastliðinn. Hún þénaði 29 milljónir króna á 19.677 gestum hér á landi þar sem hún var sýnd 415 sinnum. Myndin segir kórstjórnum höllu sem lýsir yfir stríði á hendur allri stóriðju á Ísland með það að markmiði að bjarga heiminum. Myndin vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og mun Jodie Foster endurgera myndina fyrir bandarískan markað.5. Fullir vasar Myndin var frumsýnd 23. febrúar en hún þénaði 11,9 milljónir króna á 8.117 gestum sem mættu á 153 sýningar. Myndinni gekk þokkalega í kvikmyndahúsum en hún skartaði Áttu-genginu í aðalhlutverkum ásamt nokkrum landsfrægum samfélagsmiðlastjörnum. Um var að ræða spennumynd með gamansömu ívafi sem tók sig ekki of alvarlega og féll vel í kramið á ungu fólki.6. Andið eðlilega Þessi mynd var frumsýnd 9. mars síðastliðinn en þénaði 10,8 milljónir króna á 6.855 gestum. Myndin var sýnd 188 sinnum. Um er að ræða kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem hefur unnið til fjölda verðlauna á erlendum vettvangi, þar á meðal gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.7. Vargur Myndin var frumsýnd 4. maí síðastliðinn en hún þénaði 9,3 milljónir króna á á 6.372 gestum. Var myndin sýnd 181 sinni í kvikmyndahúsum. Myndin er sú fyrsta í fullri lengd sem leikstjórinn Börkur Sigþórsson sendir frá sér.8. Svanurinn Myndin var frumsýnd 5. janúar en hún þénaði 5,8 milljónir króna á 4.635 gestum. Hún var sýnd 184 sinnum í kvikmyndahúsum. Myndin er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar en leikstjóri hennar er Ása Helga Hjörleifsdóttir. 9. Undir halastjörnu Myndin þénaði fimm milljónir króna á 3.588 gestum en hún var frumsýnd 12. október síðastliðinn og hefur verið sýnd 138 sinnum. Myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar er Ari Alexander Ergis Magnússon.10. Undir trénu Þessi mynd var í öðru sæti í fyrra yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar en fékk 489 gesti á árinu 2018 og hafði upp úr því 780 þúsund krónur á 21 sýningu. Um þessa mynd þarf vart að fjölyrða en hún hlaut sjö Edduverðlaun, þar á meðal þrír af leikurum myndarinnar, Edda Björgvinsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigurður Sigurjónsson.11. Litla Moskva Myndin var frumsýnd 15. nóvember síðastliðinn en hún þénaði 666 þúsund krónur á 491 gesti. Var myndin sýnd 24 sinnum í Bíó Paradís. Um er að ræða heimildarmynd eftir Grím Hákonarson sem segir frá valdatíð sósíalista á Neskaupstað sem stýrðu bænum í 52 ár.12. Bráðum verður bylting Myndin var frumsýnd 11. Október og þénaði 481 þúsund krónur á 358 gestum. Var hún sýnd sextán sinnum. Heimildarmynd eftir þá Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason sem segir frá andófi Íslendinga við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar.13. Svona fólk (1970 til 1985) Myndin var frumsýnd 28. nóvember en hún þénaði 241 þúsund krónur á 188 gestum en hún var sýnd 17 sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur sem segir frá lífi og reynslu homma og lesbía á Íslandi en frásögnin spannar fjóra áratugi.14. Söngur Kanemu Myndin var frumsýnd sjötta september og þénaði 226 þúsund krónur á 193 gestum en hún var sýnd 15 sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur sem segir frá leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns.15. Adam Myndin var frumsýnd 16. apríl síðastliðinn en hún þénaði 157 þúsund krónur á 146 gestum en hún var sýnd 15 sinnum í Bíó Paradís. Leikin mynd eftir Maríu Sólrúnu sem segir frá hinum tvítuga Adam sem hafði lofað að aðstoða móður sína við að deyja ef hún yrði lögð inn á stofnun vegna heilabilunar.16. Nýjar hendur – Innan seilingar Myndin var frumsýnd 30. ágúst síðastliðinn, þénaði 136 þúsund krónur á 114 gestum en hún var sýnd 12 sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd um Guðmund Felix sem missti báða handleggi í hræðilegu vinnuslysi árið 1998.17. Síðasta áminningin Myndin var frumsýnd 13. júní síðastliðinn en hún þénaði 22.500 krónur á 26 gestum. Myndin var sýnd fjórum sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd eftir Guðmund Björn Þorbjörnsson og Hafstein Gunnar Sigurðsson. Velgengni íslenska karlalandsliðsins er könnuð og reynt að sjá hvort krafturinn sem býr í landsliðinu sé sá sami og hefur komið Íslendingum í gegnum mikið harðræði undanfarnar aldir. Fréttir ársins 2018 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Lof mér að falla bar höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar kvikmyndir á bíóárinu sem er senn á enda. Myndin þénaði tæpar 87 milljónir króna í miðasölu kvikmyndahúsa en samanlagðar tekjur tveggja næstu mynda ná ekki þeim tekjum sem Lof mér að falla hafði á árinu. Þetta sýna aðsóknar tölur sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum, hefur tekið saman fyrir árið 2018. Tæplega 53 þúsund manns borguðu sig inn á Lof mér að falla en til samanburðar má nefna að borguðu 43 þúsund manns sig inn á Eiðinn sem var aðsóknarmesta mynd ársins 2016 og þénaði 63 milljónir það ár. Rúmlega 47 þúsund manns borguðu sig inn á Ég man þig sem var aðsóknarmesta myndin í fyrra en hún þénaði 76,5 milljónir króna. Að meðaltali greiddi hver bíógestur 1.600 krónur til að sjá Lof mér að falla, 1.600 krónur inn á Ég man þig en tæpar 1.500 krónur inn á Eiðinn.Hér fyrir neðan má sjá listann yfir aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíóhúsum hér á landi árið 2018:1. Lof mér að falla Myndin var frumsýnd 7. september síðastliðinn en hún þénaði sem fyrr segir 86,6 milljónir króna á 52.700 gestum en alls var myndin sýnd 468 sinnum í kvikmyndahúsum. Myndin segir frá áhrifum fíkniefnaneyslu á ungt fólk og hvaða afleiðingar hún hefur á framtíð þessara einstaklinga á þá sem standa þeim nærri. Myndin fékk góða dóma frá gagnrýnendum og virtist snerta streng í brjósti Íslendinga því hún varð að einhverskonar skylduáhorfi og forvarnargildi hennar talið mikið af.2. Víti í Vestmannaeyjum Þessi krakkamynd gerði ágæta hluti í ár en hún var frumsýnd 23. mars. Hún þénaði 47,7 milljónir króna á 35.465 gestum en hún var sýnd 315 sinnum. Myndin er byggð á skáldsögu Gunnars Helgasonar en hún fjallar um unga krakka sem fara til Vestmannaeyja til að keppa á fótboltamóti. Myndin smellpassaði inn í knattspyrnuæði þjóðarinnar sem fylgt hefur velgengni íslenska karlalandsliðsins.3. Lói – Þú flýgur aldrei einn Myndin var frumsýnd 2. febrúar og þénaði 29,9 milljónir á á 24.185 gestum en hún var sýnd 522 sinnum. Myndin var fimm og hálft ár í vinnslu og komu 400 manns að gerð hennar. Framleiðslukostnaðurinn var um milljarður íslenskra króna og hefur hún verið seld til sextíu landa. Myndin segir frá lóuunganum Lóa sem er ófleygur að hausti og þarf því að lifa af harðan vetur.4. Kona fer í stríð Þessi mynd hefur rakað inn verðlaunum á kvikmyndahátíðum frá því hún var frumsýnd 23. maí síðastliðinn. Hún þénaði 29 milljónir króna á 19.677 gestum hér á landi þar sem hún var sýnd 415 sinnum. Myndin segir kórstjórnum höllu sem lýsir yfir stríði á hendur allri stóriðju á Ísland með það að markmiði að bjarga heiminum. Myndin vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og mun Jodie Foster endurgera myndina fyrir bandarískan markað.5. Fullir vasar Myndin var frumsýnd 23. febrúar en hún þénaði 11,9 milljónir króna á 8.117 gestum sem mættu á 153 sýningar. Myndinni gekk þokkalega í kvikmyndahúsum en hún skartaði Áttu-genginu í aðalhlutverkum ásamt nokkrum landsfrægum samfélagsmiðlastjörnum. Um var að ræða spennumynd með gamansömu ívafi sem tók sig ekki of alvarlega og féll vel í kramið á ungu fólki.6. Andið eðlilega Þessi mynd var frumsýnd 9. mars síðastliðinn en þénaði 10,8 milljónir króna á 6.855 gestum. Myndin var sýnd 188 sinnum. Um er að ræða kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem hefur unnið til fjölda verðlauna á erlendum vettvangi, þar á meðal gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.7. Vargur Myndin var frumsýnd 4. maí síðastliðinn en hún þénaði 9,3 milljónir króna á á 6.372 gestum. Var myndin sýnd 181 sinni í kvikmyndahúsum. Myndin er sú fyrsta í fullri lengd sem leikstjórinn Börkur Sigþórsson sendir frá sér.8. Svanurinn Myndin var frumsýnd 5. janúar en hún þénaði 5,8 milljónir króna á 4.635 gestum. Hún var sýnd 184 sinnum í kvikmyndahúsum. Myndin er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar en leikstjóri hennar er Ása Helga Hjörleifsdóttir. 9. Undir halastjörnu Myndin þénaði fimm milljónir króna á 3.588 gestum en hún var frumsýnd 12. október síðastliðinn og hefur verið sýnd 138 sinnum. Myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar er Ari Alexander Ergis Magnússon.10. Undir trénu Þessi mynd var í öðru sæti í fyrra yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar en fékk 489 gesti á árinu 2018 og hafði upp úr því 780 þúsund krónur á 21 sýningu. Um þessa mynd þarf vart að fjölyrða en hún hlaut sjö Edduverðlaun, þar á meðal þrír af leikurum myndarinnar, Edda Björgvinsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigurður Sigurjónsson.11. Litla Moskva Myndin var frumsýnd 15. nóvember síðastliðinn en hún þénaði 666 þúsund krónur á 491 gesti. Var myndin sýnd 24 sinnum í Bíó Paradís. Um er að ræða heimildarmynd eftir Grím Hákonarson sem segir frá valdatíð sósíalista á Neskaupstað sem stýrðu bænum í 52 ár.12. Bráðum verður bylting Myndin var frumsýnd 11. Október og þénaði 481 þúsund krónur á 358 gestum. Var hún sýnd sextán sinnum. Heimildarmynd eftir þá Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason sem segir frá andófi Íslendinga við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar.13. Svona fólk (1970 til 1985) Myndin var frumsýnd 28. nóvember en hún þénaði 241 þúsund krónur á 188 gestum en hún var sýnd 17 sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur sem segir frá lífi og reynslu homma og lesbía á Íslandi en frásögnin spannar fjóra áratugi.14. Söngur Kanemu Myndin var frumsýnd sjötta september og þénaði 226 þúsund krónur á 193 gestum en hún var sýnd 15 sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur sem segir frá leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns.15. Adam Myndin var frumsýnd 16. apríl síðastliðinn en hún þénaði 157 þúsund krónur á 146 gestum en hún var sýnd 15 sinnum í Bíó Paradís. Leikin mynd eftir Maríu Sólrúnu sem segir frá hinum tvítuga Adam sem hafði lofað að aðstoða móður sína við að deyja ef hún yrði lögð inn á stofnun vegna heilabilunar.16. Nýjar hendur – Innan seilingar Myndin var frumsýnd 30. ágúst síðastliðinn, þénaði 136 þúsund krónur á 114 gestum en hún var sýnd 12 sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd um Guðmund Felix sem missti báða handleggi í hræðilegu vinnuslysi árið 1998.17. Síðasta áminningin Myndin var frumsýnd 13. júní síðastliðinn en hún þénaði 22.500 krónur á 26 gestum. Myndin var sýnd fjórum sinnum í Bíó Paradís. Heimildarmynd eftir Guðmund Björn Þorbjörnsson og Hafstein Gunnar Sigurðsson. Velgengni íslenska karlalandsliðsins er könnuð og reynt að sjá hvort krafturinn sem býr í landsliðinu sé sá sami og hefur komið Íslendingum í gegnum mikið harðræði undanfarnar aldir.
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira