Thatcher hafði efasemdir um Mandela eftir þeirra fyrsta símtal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 13:15 Nelson Mandela og Margaret Thatcher hittust í júlí 1990. vísir/getty Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því. Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því.
Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent