Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 22:47 Flavio Bolsonaro (í bakgrunni) með föður sínum Jair. Vísir/EPA Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20
Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent