Ekkert gert í apahljóðum sem beint var að Koulibaly: „Ég er stoltur af húðlit mínum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 09:00 Kalidou Koulibaly átti slæmt gærkvöld. getty/Tullio Puglia Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik. Ítalski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira