Flóttakonur fá mismunandi aðstoð eftir búsetu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2018 21:16 Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu. Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu.
Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira