Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 12:41 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira