Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 18:00 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira