Flautumark Inter gegn Napoli og forskot Juventus eykst Anton Ingi Leifsson skrifar 26. desember 2018 21:15 Baráttan var hörð í kvöld en einungis eitt mark var skoraðe. vísir/getty Lautaro Martinez tryggði Inter sigur gegn Napoli er liðin mættust í síðasta leik átjándu umferðarinnar. Napoli þurfti að vinna leikinn til þess að missa Juventus ekki lengra frá sér en þeim tókst það ekki. Þeir léku einum færri frá 81. mínútu er Kalidou Koulibaly fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og það skoraði Lautaro Martinez en hafði komin inn á sem varamaður á 83. mínútu. Napoli er í öðru sætinu með 41 stig, átta stigum á eftir toppliði Juventus en Inter er í þriðja sætinu með 36 stig. Ítalski boltinn
Lautaro Martinez tryggði Inter sigur gegn Napoli er liðin mættust í síðasta leik átjándu umferðarinnar. Napoli þurfti að vinna leikinn til þess að missa Juventus ekki lengra frá sér en þeim tókst það ekki. Þeir léku einum færri frá 81. mínútu er Kalidou Koulibaly fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og það skoraði Lautaro Martinez en hafði komin inn á sem varamaður á 83. mínútu. Napoli er í öðru sætinu með 41 stig, átta stigum á eftir toppliði Juventus en Inter er í þriðja sætinu með 36 stig.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti