Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 15:30 Steinninn er óþjáll, 180 kíló að þyngd en fagmannlega var að því staðið að nema hann á brott. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira
„Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira