Léttleiki, dýpt og allt þar á milli í kammerperlum Mozarts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2018 09:00 Camerarctica í Dómkirkjunni. Tónleikar eru vitanlega á döfinni um jólin. Camerarctica verður með sína hefðbundnu kertaljósatónleika í Garðakirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 21 og Dómkirkjunni annað kvöld á sama tíma. Fluttar verða kammerperlur eftir Mozart og þó sum verkin séu spiluð ár eftir ár, og endurtekin þá nokkrum sinnum segir Ármann Helgason klarínettuleikari alltaf áskorun að koma að þeim og flytja þau eins vel og kostur sé. „Þessi tónlist hefur allt til að bera, léttleikann, dýptina og allt þar á milli,“ segir hann. Tuttugu og fimm ár eru frá því hópurinn hélt sína fyrstu tónleika af þessum toga og Ármann segir mörgum þykja ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu, nefnir sem dæmi að vel hafi verið mætt í Hafnarfjarðarkirkju nú á miðvikudagskvöldið. Hópinn skipa að þessu sinni auk Ármanns þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Camerarctica verður með sína hefðbundnu kertaljósatónleika í Garðakirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 21 og Dómkirkjunni annað kvöld á sama tíma. Fluttar verða kammerperlur eftir Mozart og þó sum verkin séu spiluð ár eftir ár, og endurtekin þá nokkrum sinnum segir Ármann Helgason klarínettuleikari alltaf áskorun að koma að þeim og flytja þau eins vel og kostur sé. „Þessi tónlist hefur allt til að bera, léttleikann, dýptina og allt þar á milli,“ segir hann. Tuttugu og fimm ár eru frá því hópurinn hélt sína fyrstu tónleika af þessum toga og Ármann segir mörgum þykja ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu, nefnir sem dæmi að vel hafi verið mætt í Hafnarfjarðarkirkju nú á miðvikudagskvöldið. Hópinn skipa að þessu sinni auk Ármanns þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira