Valitor stefnir að frekari vexti í Evrópu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira