Ásmundur lauk 700 kílómetra göngunni um Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 22:33 Ásmundur var ánægður í lok göngunnar. Facebook/Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15