Sögulegar en umdeildar kosningar í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 08:24 Starfsmenn kjörstjórnar í Kinshasa undirbúa kosningavél. AP/Jerome Delay Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust. Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust.
Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira