Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 18:48 Hundruð þúsunda Rohingja halda til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AP Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar. Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna. Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu. Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja. Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar. Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna. Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu. Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja. Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45