Huldumaður hafði tekið sér bólstað í húsbíl tónlistarmannsins Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 16:29 Julian segir málið hið furðulegasta. Hann er feginn að hafa endurheimt bílinn en tjónið er talsvert. visir/vilhelm Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum. Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12