Starfsmenn Bílanausts sendir heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:00 Viðskiptavinir Bílanausts sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins í morgun þurftu frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun. Gjaldþrot Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Sjá meira
Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun.
Gjaldþrot Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf