Akranesbæ synjað um fleiri hjúkrunarrými: „Við erum með fólk sem vill koma í þessi hjúkrunarrými“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými. Akranes Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými.
Akranes Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira