Toppslagur í fyrsta leik eftir 52 daga hlé á deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 16:15 Lovísa Thompson var markahæst hjá Valsliðinu í fyrri leiknum á móti ÍBV. Vísir/Daníel Þór Tvö efstu lið Olís deildar kvenna í handbolta mætast á Hlíðarenda í kvöld þegar deildin fer aftur af stað eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna Evrópumótsins, jólanna og áramótanna. Topplið Vals tekur þá á móti ÍBV í Origo höllinni á Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 18.30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður sá fyrsti í kvennadeildinni síðan 18. nóvember eða í heila 52 daga. Þetta er toppslagur á milli liða sem geta varla verið jafnari ef marka má hvernig hlutirnir spiluðust fyrir áramót. Valur og ÍBV náðu bæði í fimmtán stig í fyrstu tíu leikjunum og gerðu líka 18-18 jafntefli í fyrri leiknum sínum í Eyjum. Bæði lið eru með sjö sigra og tvö töp en markatala Valsliðsins er þó mun betri. Eyjakonur fóru inn í fríið á fimm leikja sigurgöngu sem er lengsta lifandi sigurgangan í deildinni. ÍBV vann alla deildarleiki sína frá tapi á móti Haukum 15. október síðastliðinn. Valskonur töpuðu þremur leikjum í röð í deild (1) og Evrópukeppni (2) um miðjan nóvember en fóru inn í fríið eftir frábæran fjórtán marka útisigur á Haukum 17. nóvember. Valsliðið vann fjóra leiki í röð í deildinni eftir jafntefli í Eyjum í október. Einu töp Valskvenna í deildinni í vetur hafa komið í tveimur leikjum liðsins á móti Íslandsmeisturum Fram. Tapleikir ÍBV voru aftur á móti gegn Haukum og HK. Tveir aðrir leikir fara fram í Olís deild kvenna í kvöld. Klukkan 19.30 mætast Haukar og Fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og á sama tíma tekur KA/Þór á móti Selfossi í KA-húsinu á Akureyri. Umferðin klárast síðan með leik HK og Stjörnunnar á fimmtudaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Tvö efstu lið Olís deildar kvenna í handbolta mætast á Hlíðarenda í kvöld þegar deildin fer aftur af stað eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna Evrópumótsins, jólanna og áramótanna. Topplið Vals tekur þá á móti ÍBV í Origo höllinni á Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 18.30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður sá fyrsti í kvennadeildinni síðan 18. nóvember eða í heila 52 daga. Þetta er toppslagur á milli liða sem geta varla verið jafnari ef marka má hvernig hlutirnir spiluðust fyrir áramót. Valur og ÍBV náðu bæði í fimmtán stig í fyrstu tíu leikjunum og gerðu líka 18-18 jafntefli í fyrri leiknum sínum í Eyjum. Bæði lið eru með sjö sigra og tvö töp en markatala Valsliðsins er þó mun betri. Eyjakonur fóru inn í fríið á fimm leikja sigurgöngu sem er lengsta lifandi sigurgangan í deildinni. ÍBV vann alla deildarleiki sína frá tapi á móti Haukum 15. október síðastliðinn. Valskonur töpuðu þremur leikjum í röð í deild (1) og Evrópukeppni (2) um miðjan nóvember en fóru inn í fríið eftir frábæran fjórtán marka útisigur á Haukum 17. nóvember. Valsliðið vann fjóra leiki í röð í deildinni eftir jafntefli í Eyjum í október. Einu töp Valskvenna í deildinni í vetur hafa komið í tveimur leikjum liðsins á móti Íslandsmeisturum Fram. Tapleikir ÍBV voru aftur á móti gegn Haukum og HK. Tveir aðrir leikir fara fram í Olís deild kvenna í kvöld. Klukkan 19.30 mætast Haukar og Fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og á sama tíma tekur KA/Þór á móti Selfossi í KA-húsinu á Akureyri. Umferðin klárast síðan með leik HK og Stjörnunnar á fimmtudaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira