Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2019 07:30 Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá flytja til Heimaeyjar í vor. Fréttablaðið/GVA Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00