Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2019 07:30 Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá flytja til Heimaeyjar í vor. Fréttablaðið/GVA Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00