Fékk 118 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 23:45 Nick Foles er meira en hundrað milljónum ríkari eftir leikinn í gær. Getty/Brett Carlsen Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles. NFL Ofurskálin Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Sjá meira
Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles.
NFL Ofurskálin Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Sjá meira