Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 14:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Hinir eru Aníta Hinriksdóttir, Anton Sveinn McKee, Ásgeir Sigurgeirsson, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hilmar Örn Jónsson, Valgarð Reinhardsson og Þuríður Erla Helgadóttir. Guðlaug Edda getur orðið fyrsta íslenska þríþrautarkonan sem tekur þátt í Ólympíuleikunum en það kostar mikla vinnu að komast í hóp þeirr bestu í heimi í sinni grein. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferðalagi sínu með skemmtilegum og persónulegum pistlum inn á fésbókinni eða Instagram og að þessu sinni er hún að fara yfir markmið sín á árinu 2019. Fyrsta markmiðið hennar var að víkka eigin sjálfsmynd, frekar en að horfa á sig sem eingöngu “þríþrautarkonan Guðlaug”. Árið 2018 var krefjandi og glímdi hún þá við ofþjálfun, andleg og líkamleg vandamál, og heilaskaða. Nú ætlar hún að læra á þessu og breyta mörgu á nýju ári. „Annað markmiðið mitt af fimm árið 2019 er að einblína á andlega heilsu. Stærsti bitinn af því fyrir mig er að leyfa mér að hvíla meira og auka endurheimt á milli æfinga,“ segir Edda í upphafi pistilsins. Hún lenti í áfalli á síðasta ári þegar hún féll í keppni og fékk heilahristing. Það hafði veruleg áhrif á hana á síðasta tímabili en var henni einnig dýrmætur lærdómur. „Ég var ekki að taka hvíldardaga næstum því nógu oft í fyrra, ekki vegna þess að mér finnst ekki gott að hvíla, heldur vegna þess að mér leið eins og ég þyrfti að vinna upp öll þau ár sem ég var í sundi en ekki þríþraut á yngri árum. Allir mínir keppinautar hafa verið að æfa þríþraut frá barns- eða unglingsárum en ég byrjaði ekki fyrr en fyrir rúmlega tveimur árum. Það var því óöryggi með sjálfa mig og eigin getu sem leiddi mig á villigötur þegar ég hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn,“ sagði Edda. „Ég sannfærði sjálfa mig um að ég þyrfti að æfa meira og vera alltaf "on" í þríþrautinni, jafnvel þegar ég glímdi við eftirköst heilahristings sem endaði með slæmum afleiðingum eins og ég hef sagt ykkur frá. Menning margra úthaldsíþrótta, þar á meðal þríþraut, er að taka enga eða fáa hvíldardaga. Þessu þarf að breyta, enda ómögulegt fyrir líkamann að verða betri nema hann fái reglulega hvíld á milli,“ sagði Edda. Edda ætlar að leggja mikla áherslu á andlega þáttinn og segir frá því að hún hafi kynnt sér þau mál betur. „Það hefur verið mjög frelsandi að leyfa sjálfri mér að hvíla miklu meira og grafa ofaní ýmsar rannsóknir um hvers vegna hvíld og endurheimt er lykilatriði í íþróttum. Þessi reynsla hefur neitt mig til þess að fræðast meira og ég er þakklát fyrir að koma upplýstari úr þeim mistökum sem ég/við gerðum á síðasta ári. Það er líka mjög gott að líða ekki alltaf eins og ég sé algjörlega uppgefin af þreytu og álagi,“ sagði Edda. Það er líka áberandi hjá henni að hún er tilbúin að taka að sér að bera út fagnaðarerindið og hjálpa þríþrautinni á Íslandi að ná í verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Markmiðið mitt er að einblína á það sem er jákvætt. Þess á meðal er að fylgjast með þríþraut á Íslandi, íslensku íþróttalífi, vinum, fjölskyldu og ykkur öllum sem fylgjast með mér. Ég reyni að setja mér mörk og forðast það sem lætur mér ekki líða vel. Ég get ekki annað en mælt með því,“ sagði Edda en það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Hinir eru Aníta Hinriksdóttir, Anton Sveinn McKee, Ásgeir Sigurgeirsson, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hilmar Örn Jónsson, Valgarð Reinhardsson og Þuríður Erla Helgadóttir. Guðlaug Edda getur orðið fyrsta íslenska þríþrautarkonan sem tekur þátt í Ólympíuleikunum en það kostar mikla vinnu að komast í hóp þeirr bestu í heimi í sinni grein. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferðalagi sínu með skemmtilegum og persónulegum pistlum inn á fésbókinni eða Instagram og að þessu sinni er hún að fara yfir markmið sín á árinu 2019. Fyrsta markmiðið hennar var að víkka eigin sjálfsmynd, frekar en að horfa á sig sem eingöngu “þríþrautarkonan Guðlaug”. Árið 2018 var krefjandi og glímdi hún þá við ofþjálfun, andleg og líkamleg vandamál, og heilaskaða. Nú ætlar hún að læra á þessu og breyta mörgu á nýju ári. „Annað markmiðið mitt af fimm árið 2019 er að einblína á andlega heilsu. Stærsti bitinn af því fyrir mig er að leyfa mér að hvíla meira og auka endurheimt á milli æfinga,“ segir Edda í upphafi pistilsins. Hún lenti í áfalli á síðasta ári þegar hún féll í keppni og fékk heilahristing. Það hafði veruleg áhrif á hana á síðasta tímabili en var henni einnig dýrmætur lærdómur. „Ég var ekki að taka hvíldardaga næstum því nógu oft í fyrra, ekki vegna þess að mér finnst ekki gott að hvíla, heldur vegna þess að mér leið eins og ég þyrfti að vinna upp öll þau ár sem ég var í sundi en ekki þríþraut á yngri árum. Allir mínir keppinautar hafa verið að æfa þríþraut frá barns- eða unglingsárum en ég byrjaði ekki fyrr en fyrir rúmlega tveimur árum. Það var því óöryggi með sjálfa mig og eigin getu sem leiddi mig á villigötur þegar ég hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn,“ sagði Edda. „Ég sannfærði sjálfa mig um að ég þyrfti að æfa meira og vera alltaf "on" í þríþrautinni, jafnvel þegar ég glímdi við eftirköst heilahristings sem endaði með slæmum afleiðingum eins og ég hef sagt ykkur frá. Menning margra úthaldsíþrótta, þar á meðal þríþraut, er að taka enga eða fáa hvíldardaga. Þessu þarf að breyta, enda ómögulegt fyrir líkamann að verða betri nema hann fái reglulega hvíld á milli,“ sagði Edda. Edda ætlar að leggja mikla áherslu á andlega þáttinn og segir frá því að hún hafi kynnt sér þau mál betur. „Það hefur verið mjög frelsandi að leyfa sjálfri mér að hvíla miklu meira og grafa ofaní ýmsar rannsóknir um hvers vegna hvíld og endurheimt er lykilatriði í íþróttum. Þessi reynsla hefur neitt mig til þess að fræðast meira og ég er þakklát fyrir að koma upplýstari úr þeim mistökum sem ég/við gerðum á síðasta ári. Það er líka mjög gott að líða ekki alltaf eins og ég sé algjörlega uppgefin af þreytu og álagi,“ sagði Edda. Það er líka áberandi hjá henni að hún er tilbúin að taka að sér að bera út fagnaðarerindið og hjálpa þríþrautinni á Íslandi að ná í verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Markmiðið mitt er að einblína á það sem er jákvætt. Þess á meðal er að fylgjast með þríþraut á Íslandi, íslensku íþróttalífi, vinum, fjölskyldu og ykkur öllum sem fylgjast með mér. Ég reyni að setja mér mörk og forðast það sem lætur mér ekki líða vel. Ég get ekki annað en mælt með því,“ sagði Edda en það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira