Bendtner kominn með ökklaband og biðst afsökunar: „Rosenborg hlýjasti og tryggasti vinnuveitandinn á ferlinum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. janúar 2019 23:30 Bendtner er hann mætti fyrir dóm. vísir/getty Nicklas Bendtner er kominn með ökklaband sem hann verður með í 50 daga eftir að hann var fundinn sekur að hafa ráðast að leigubílstjóra í Danmörku á síðasta ári. Þessi 30 ára gamli framherji sem er nú á mála hjá Rosenborg setti mynd af öklabandinu á Instagram-síðu sína í gær þar sem fylgdi langur pistill. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði ekki skeð. Bæði fyrir mig og leigubílstjórann sem því miður missti starfið sitt,“ skrifaði Bendtner undir myndina. „Hvernig sem leigubílstjórinn hagaði sér þá var þetta ekki eitthvað sem ég vildi honum. Það voru margar betri leiðir fyrir okkur til þess að útkljá þetta mál,“ en Bendtner vildi meina að leigubílstjórinn hafi ekki farið að skipunum sínum. Því hafi Bendtner reiðst sem hafi endað með því, að sögn Bendtners, að leigubílstjórinn kastaði vatnsflösku í átt að Bendtner og kærustu hans. „Ég mun aldrei vera sammála dómnum en ég hef ákveðið að áfrýja ekki því ég vil vera klár á nýju tímabili með Rosenborg því þeir eiga skilið. Þeir eru hlýjasti og tryggasti vinnuveitandi minn á ferlinum hingað til,“ skrifar Bendtner. Í pistlinum langa á samskiptamiðlinum segir Bendtner að hann æfi í allt að sex tíma á dag en auk þess skrifar hann bók sem hann ætlar að gefa út. Ekki venjulega knattspyrnubók, skrifar kappinn. Matthías Vilhjálmsson er samherji Bendtner hjá Rosenborg. Bendtner er líklega þekktastur fyrir sinn tíma hjá Arsenal en hefur einnig meðal annars leikið með Juventus, Sunderland og Wolfsburg. View this post on Instagram Swipe til venstre for tekst A post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Jan 3, 2019 at 9:39am PST Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Bendtner ákærður fyrir líkamsáras á leigubílstjóra Nicklas Bendtner, framherji Rosenborg í Noregi, hefur verið ákærður fyrir líkamsáras en hann réðst á leigubílstjóra í Danmörku í síðasta mánuði. 11. október 2018 10:30 Bendtner dæmdur í 50 daga fangelsi Danski fótboltakappinn Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, var í dag dæmdur í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás. 2. nóvember 2018 15:34 Bendtner á leiðinni í grjótið Nicklas Bendtner, samherji Matthíasar Vilhjálmssonar hjá Rosenborg, mun ekki áfrýja héraðsdómi Kaupmannahafnar sem dæmdi hann í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás fyrr í þessum mánuði. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Nicklas Bendtner er kominn með ökklaband sem hann verður með í 50 daga eftir að hann var fundinn sekur að hafa ráðast að leigubílstjóra í Danmörku á síðasta ári. Þessi 30 ára gamli framherji sem er nú á mála hjá Rosenborg setti mynd af öklabandinu á Instagram-síðu sína í gær þar sem fylgdi langur pistill. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði ekki skeð. Bæði fyrir mig og leigubílstjórann sem því miður missti starfið sitt,“ skrifaði Bendtner undir myndina. „Hvernig sem leigubílstjórinn hagaði sér þá var þetta ekki eitthvað sem ég vildi honum. Það voru margar betri leiðir fyrir okkur til þess að útkljá þetta mál,“ en Bendtner vildi meina að leigubílstjórinn hafi ekki farið að skipunum sínum. Því hafi Bendtner reiðst sem hafi endað með því, að sögn Bendtners, að leigubílstjórinn kastaði vatnsflösku í átt að Bendtner og kærustu hans. „Ég mun aldrei vera sammála dómnum en ég hef ákveðið að áfrýja ekki því ég vil vera klár á nýju tímabili með Rosenborg því þeir eiga skilið. Þeir eru hlýjasti og tryggasti vinnuveitandi minn á ferlinum hingað til,“ skrifar Bendtner. Í pistlinum langa á samskiptamiðlinum segir Bendtner að hann æfi í allt að sex tíma á dag en auk þess skrifar hann bók sem hann ætlar að gefa út. Ekki venjulega knattspyrnubók, skrifar kappinn. Matthías Vilhjálmsson er samherji Bendtner hjá Rosenborg. Bendtner er líklega þekktastur fyrir sinn tíma hjá Arsenal en hefur einnig meðal annars leikið með Juventus, Sunderland og Wolfsburg. View this post on Instagram Swipe til venstre for tekst A post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Jan 3, 2019 at 9:39am PST
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Bendtner ákærður fyrir líkamsáras á leigubílstjóra Nicklas Bendtner, framherji Rosenborg í Noregi, hefur verið ákærður fyrir líkamsáras en hann réðst á leigubílstjóra í Danmörku í síðasta mánuði. 11. október 2018 10:30 Bendtner dæmdur í 50 daga fangelsi Danski fótboltakappinn Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, var í dag dæmdur í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás. 2. nóvember 2018 15:34 Bendtner á leiðinni í grjótið Nicklas Bendtner, samherji Matthíasar Vilhjálmssonar hjá Rosenborg, mun ekki áfrýja héraðsdómi Kaupmannahafnar sem dæmdi hann í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás fyrr í þessum mánuði. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Bendtner ákærður fyrir líkamsáras á leigubílstjóra Nicklas Bendtner, framherji Rosenborg í Noregi, hefur verið ákærður fyrir líkamsáras en hann réðst á leigubílstjóra í Danmörku í síðasta mánuði. 11. október 2018 10:30
Bendtner dæmdur í 50 daga fangelsi Danski fótboltakappinn Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, var í dag dæmdur í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás. 2. nóvember 2018 15:34
Bendtner á leiðinni í grjótið Nicklas Bendtner, samherji Matthíasar Vilhjálmssonar hjá Rosenborg, mun ekki áfrýja héraðsdómi Kaupmannahafnar sem dæmdi hann í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás fyrr í þessum mánuði. 22. nóvember 2018 08:30