Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2019 09:00 Halldór Benjamín Þorbergsson á fundinum í gær. Fréttablaðið/Eyþór Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira