Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2019 09:00 Halldór Benjamín Þorbergsson á fundinum í gær. Fréttablaðið/Eyþór Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira