Búa sig undir deilur á vorþingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Reikna má með átökum á Alþingi. Vísir/Vilhelm Búast má við deilum um stuðning við fjölmiðla, þungunarrof, fiskeldi, kjaramál, þriðja orkupakkann, veggjöld og málefni dómstóla á vorþingi sem hefst um miðjan mánuð. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda um störfin og búast þeir við deilum á vorþingi.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmVelferðarnefndHelstu mál Heilbrigðisstefna heilbrigðisráðherra Frumvarp um þungunarrof Frumvarp um starfsgetumat Húsnæðismál með hliðsjón af kjaraviðræðum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar:Það varð mikil umræða um þungunarrofið þegar það var lagt fram og gæti orðið umdeilt þvert á flokka og jafnvel inni í flokkum, aðallega út af þessum vikufjölda.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Fréttablaðið/Anton BrinkFjárlaganefndHelstu mál Endurskoðun á ríkisfjármálaáætlun Ríkisreikningur Eftirlit með framkvæmd fjárlaga Málefni Íslandspósts Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar og formaður nefndarinnar:Lög um opinber fjármál hafa meiri samfellu í störfum fjárlaganefndar allt árið um kring og eftirlitshlutverk nefndarinnar er orðið mun skýrara. Svo eru það málefni Íslandspósts sem við erum enn með í skoðun en fyrirferðarmest á ég von á að verði þingsályktunartillaga um ríkisfjármálaáætlun.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/vilhelmUtanríkismálanefndHelstu mál Stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Þriðji orkupakkinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, um þinglega meðferð þriðja orkupakkans:Það er lagt upp með að þetta komi til þingsins á vorþingi. Breyting á orkulögum fer til atvinnuveganefndar en aflétting stjórnskipulega fyrirvarans til okkar í utanríkismálanefnd.Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.fréttablaðið/ernirAllsherjar- og menntamálanefndHelstu mál Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla Breyting á lögum um útlendinga – vegna umsókna til Alþingis um ríkisborgararétt Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, um væntanlegt frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla.Ég geri ráð fyrir því að þetta verði töluvert átakamál, bæði á milli flokka og innan flokka. Þótt flestir séu sammála um að það verði að huga að þessum málum ef menn ætla ekki að sitja bara uppi með einn ríkisfjölmiðil í landinu, eins og þróunin hefur verið, þá er ég jafn viss um að tekist verði á um aðferðirnar við að ná því markmiði.Óli Björn Kárason er þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/vilhelmEfnahags- og viðskiptanefndHelstu mál Frumvarp um þjóðarsjóð Frumvarp um launafyrirkomulag þeirra sem heyrðu áður undir kjararáð Niðurstöður starfshóps um nýja peningastefnu Hvítbók um framtíðarskipulag fjármálaeftirlitsins Frumvarp um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar:Ég á líka von á frumvarpi, hvort heldur er á vorþingi eða á haustþingi, um breytingar á lögum um Seðlabanka íslands. Forsætisráðherra hefur meðal annars boðað sameiningu Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins.Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Stöð 2/Bjarni Einarsson.Umhverfis- og samgöngunefndHelstu mál Samgönguáætlun með tilheyrandi hugmyndum um veggjöld Frumvarp til nýrra umferðarlaga Frumvarp umhverfisráðherra um skógrækt Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður:Það er stefnt að því að ljúka afgreiðslu samgönguáætlunar fyrir lok mánaðarins. Veggjöldin eru auðvitað það sem verið er að fjalla um þar og útfærslan á þeim en svo þyrfti að koma nýtt frumvarp samgönguráðherra um þau í febrúar eða mars sem myndi þá grundvallast á niðurstöðu um samgönguáætlunina.AtvinnuveganefndHelstu mál Lög um fiskeldi – Væntanlegt þegar þing kemur saman Vandi sauðfjárbænda Endurskoðun búvörusamninga Innflutningur á hráu kjöti Strandveiðar Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar:Fiskeldisfrumvarpið hefur tekið breytingum, en ég á von á því að einhverjar deilur verði um málið, þetta er stórt og mikið mál en ég tel það sé búið að reyna að mæta mörgum sjónarmiðum þótt það verði erfitt að gera alla sátta.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmStjórnskipunar- og eftirlitsnefndHelstu mál Skýrslur Ríkisendurskoðunar um Útlendingastofnun og um Fiskistofu Plastbarkamálið Stjórnsýsla dómstólanna Landsdómsmálið Sendiherrastöður Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun í Landsrétt Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar:Dóms er að vænta frá Mannréttindadómstól Evrópu um skipun dómara í Landsrétt og það er ekki ólíklegt að það þurfi eitthvað að ræða hann. Svo eigum við eftir að ná fundi með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra og þingmönnunum Gunnari Braga Sveinssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna umæla sem féllu á Klaustri. Það er inni á okkar borði og það er okkar skylda að fjalla um þann þátt, annars værum við ekki að sinna lögbundinni skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Búast má við deilum um stuðning við fjölmiðla, þungunarrof, fiskeldi, kjaramál, þriðja orkupakkann, veggjöld og málefni dómstóla á vorþingi sem hefst um miðjan mánuð. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda um störfin og búast þeir við deilum á vorþingi.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmVelferðarnefndHelstu mál Heilbrigðisstefna heilbrigðisráðherra Frumvarp um þungunarrof Frumvarp um starfsgetumat Húsnæðismál með hliðsjón af kjaraviðræðum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar:Það varð mikil umræða um þungunarrofið þegar það var lagt fram og gæti orðið umdeilt þvert á flokka og jafnvel inni í flokkum, aðallega út af þessum vikufjölda.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Fréttablaðið/Anton BrinkFjárlaganefndHelstu mál Endurskoðun á ríkisfjármálaáætlun Ríkisreikningur Eftirlit með framkvæmd fjárlaga Málefni Íslandspósts Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar og formaður nefndarinnar:Lög um opinber fjármál hafa meiri samfellu í störfum fjárlaganefndar allt árið um kring og eftirlitshlutverk nefndarinnar er orðið mun skýrara. Svo eru það málefni Íslandspósts sem við erum enn með í skoðun en fyrirferðarmest á ég von á að verði þingsályktunartillaga um ríkisfjármálaáætlun.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/vilhelmUtanríkismálanefndHelstu mál Stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Þriðji orkupakkinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, um þinglega meðferð þriðja orkupakkans:Það er lagt upp með að þetta komi til þingsins á vorþingi. Breyting á orkulögum fer til atvinnuveganefndar en aflétting stjórnskipulega fyrirvarans til okkar í utanríkismálanefnd.Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.fréttablaðið/ernirAllsherjar- og menntamálanefndHelstu mál Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla Breyting á lögum um útlendinga – vegna umsókna til Alþingis um ríkisborgararétt Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, um væntanlegt frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla.Ég geri ráð fyrir því að þetta verði töluvert átakamál, bæði á milli flokka og innan flokka. Þótt flestir séu sammála um að það verði að huga að þessum málum ef menn ætla ekki að sitja bara uppi með einn ríkisfjölmiðil í landinu, eins og þróunin hefur verið, þá er ég jafn viss um að tekist verði á um aðferðirnar við að ná því markmiði.Óli Björn Kárason er þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/vilhelmEfnahags- og viðskiptanefndHelstu mál Frumvarp um þjóðarsjóð Frumvarp um launafyrirkomulag þeirra sem heyrðu áður undir kjararáð Niðurstöður starfshóps um nýja peningastefnu Hvítbók um framtíðarskipulag fjármálaeftirlitsins Frumvarp um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar:Ég á líka von á frumvarpi, hvort heldur er á vorþingi eða á haustþingi, um breytingar á lögum um Seðlabanka íslands. Forsætisráðherra hefur meðal annars boðað sameiningu Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins.Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Stöð 2/Bjarni Einarsson.Umhverfis- og samgöngunefndHelstu mál Samgönguáætlun með tilheyrandi hugmyndum um veggjöld Frumvarp til nýrra umferðarlaga Frumvarp umhverfisráðherra um skógrækt Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður:Það er stefnt að því að ljúka afgreiðslu samgönguáætlunar fyrir lok mánaðarins. Veggjöldin eru auðvitað það sem verið er að fjalla um þar og útfærslan á þeim en svo þyrfti að koma nýtt frumvarp samgönguráðherra um þau í febrúar eða mars sem myndi þá grundvallast á niðurstöðu um samgönguáætlunina.AtvinnuveganefndHelstu mál Lög um fiskeldi – Væntanlegt þegar þing kemur saman Vandi sauðfjárbænda Endurskoðun búvörusamninga Innflutningur á hráu kjöti Strandveiðar Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar:Fiskeldisfrumvarpið hefur tekið breytingum, en ég á von á því að einhverjar deilur verði um málið, þetta er stórt og mikið mál en ég tel það sé búið að reyna að mæta mörgum sjónarmiðum þótt það verði erfitt að gera alla sátta.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmStjórnskipunar- og eftirlitsnefndHelstu mál Skýrslur Ríkisendurskoðunar um Útlendingastofnun og um Fiskistofu Plastbarkamálið Stjórnsýsla dómstólanna Landsdómsmálið Sendiherrastöður Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun í Landsrétt Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar:Dóms er að vænta frá Mannréttindadómstól Evrópu um skipun dómara í Landsrétt og það er ekki ólíklegt að það þurfi eitthvað að ræða hann. Svo eigum við eftir að ná fundi með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra og þingmönnunum Gunnari Braga Sveinssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna umæla sem féllu á Klaustri. Það er inni á okkar borði og það er okkar skylda að fjalla um þann þátt, annars værum við ekki að sinna lögbundinni skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira