Neikvæð ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði þrjú ár í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2019 18:30 Vísir/Stefán Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“ Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira