Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 11:40 Kristrún óskaði eftir sparnaðarráður frá þjóðinni og Einar Örn Ólafsson og félagar í Play svöruðu kallinu. Vísir Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“ Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“
Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent