Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 08:49 Garðar Hannes Friðjónsson. EIK Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“ Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“
Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira