Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:36 Kolfinna Von Arnardóttir segist hafa tekið málið mjög inn á sig. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00