Fór með hundana og fann flöskuskeytið í Fuglanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 11:23 Hundarnir tveir og flöskuskeytið. Arnt Eirik Hansen Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF). Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF).
Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32