„Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 20:52 Inga Sæland í Kryddsíldinni í gær. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“
Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira