Um 90 prósent nemenda segjast líða vel í skóla Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2019 10:14 Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. vísir/hanna Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira