Jóhann Þór: Kemur nýr leikmaður í fyrramálið Smári Jökull Jónsson skrifar 18. janúar 2019 22:14 Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík. visir/bára „Ég er í raun fúll með leikinn í heild sinni. Við vorum yfir hálfleik og það voru ljósir punktar. Við vorum mjúkir í fyrri hálfleik en við vorum mýkri en koddi úr Rúmfatalagernum í seinni hálfleik," sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. "Þeir lömdu okkur út úr þessu og við náum ekki að setja upp sóknarleik í seinni hálfleik og tökum trekk í trekk vondar ákvarðanir í seinni hálfleik,“ bætti Jóhann við. Grindavík leiddi í leikhléi með fjórum stigum en Keflavík stiga upp varnarlega í síðari hálfleiknum og Grindvíkingar áttu lítið um svör. „Þeir ná áhlaupi í seinni hálfleik og því fór sem fór. Þegar við ætluðum að fara að berja frá okkur þá vorum við flautaðir út úr þessu, fannst mér. Við settum ekki upp sókn í þriðja leikhluta því þeir ýttu okkur út úr öllu. Þegar við ætluðum að fara að svara fyrir okkur var tekið á því en ekki gert hinu megin, það er mín upplifun.“ „Ég ætla samt ekkert að kenna þessu um, þeir taka einhver 50 sóknarfráköst og þar af einhver 4-5 eftir víti. Heilt yfir var þetta slakt. Það er skammt stórra högga á milli og það er annar leikur strax á mánudag,“ bætti Jóhann við en þá mætir Grindavík KR í bikarnum. Margir eru á því að Grindvíkingar geti stillt upp einu sterkasta byrjunarliði deildarinnar. Þeir nota bekkinn hins vegar lítið og Jóhann sagði að þeir þyrftu að stækka hann. „Það kemur nýr leikmaður í fyrramálið og verður með á móti KR. Hann er af íslensku bergi brotinn en það verður bara að koma í ljós hver það er,“ sagði Jóhann sem vildi lítið segja meira. Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Ég er í raun fúll með leikinn í heild sinni. Við vorum yfir hálfleik og það voru ljósir punktar. Við vorum mjúkir í fyrri hálfleik en við vorum mýkri en koddi úr Rúmfatalagernum í seinni hálfleik," sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. "Þeir lömdu okkur út úr þessu og við náum ekki að setja upp sóknarleik í seinni hálfleik og tökum trekk í trekk vondar ákvarðanir í seinni hálfleik,“ bætti Jóhann við. Grindavík leiddi í leikhléi með fjórum stigum en Keflavík stiga upp varnarlega í síðari hálfleiknum og Grindvíkingar áttu lítið um svör. „Þeir ná áhlaupi í seinni hálfleik og því fór sem fór. Þegar við ætluðum að fara að berja frá okkur þá vorum við flautaðir út úr þessu, fannst mér. Við settum ekki upp sókn í þriðja leikhluta því þeir ýttu okkur út úr öllu. Þegar við ætluðum að fara að svara fyrir okkur var tekið á því en ekki gert hinu megin, það er mín upplifun.“ „Ég ætla samt ekkert að kenna þessu um, þeir taka einhver 50 sóknarfráköst og þar af einhver 4-5 eftir víti. Heilt yfir var þetta slakt. Það er skammt stórra högga á milli og það er annar leikur strax á mánudag,“ bætti Jóhann við en þá mætir Grindavík KR í bikarnum. Margir eru á því að Grindvíkingar geti stillt upp einu sterkasta byrjunarliði deildarinnar. Þeir nota bekkinn hins vegar lítið og Jóhann sagði að þeir þyrftu að stækka hann. „Það kemur nýr leikmaður í fyrramálið og verður með á móti KR. Hann er af íslensku bergi brotinn en það verður bara að koma í ljós hver það er,“ sagði Jóhann sem vildi lítið segja meira.
Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira